Focke Wulf "Super TL" Hér er mynd af ímynduðum loftbardaga sem kannski hefði átt sér stað ef WWII hefði dregist á langinn um 2-3 ár. Vélin sem tapar bardaganum er bresk Gloster Meteor, sem var raunveruleg, fyrsta breska orrustuþotan.

Focke Wulf Super TL var ein af fjölmörgum framúrstefnulegum flugvélum á teikniborðum Þjóðverja í lok stríðsins, og hefði líklega farið í loftið 1946 eða 47 hefði stríðið haldið áfram.

Bæði Sovétmenn og Bandaríkjamenn nýttu sér síðan þessar rannsóknir við hönnun sína og útkoman varð vélar eins og Mig-15 og F-86.

Meira um þýsku teikniborðs-vélarnar og hvernig þær hefðu orðið, hér:

http://www.luft46.com/
_______________________