Ég hef nú reyndar aldrei heyrt neinn Íslending fá þyrluréttindi hjá Kanadíska hernum. Held að það gæti verið erfitt að láta það takast eða hjá Bandaríska eða Norska eða bara hvaða her sem er. Ég þekki allavega fullt af þyrlumönnum og enginn þeirra gat farið þessa leið!
En auk þess í viðbót við hvað er erfitt að komast í þjálfun hjá her þá fæst ekki borgaralegt flugskírteini út á það hvort sem er.
Til að fljúga í Evrópu þarf að fá JAA skírteini og það kostar 4-5 milljónir. Hræddur um að það sé ekki til nein galdralausn til að fá JAA skírteini.