Fræðilega séð þá geta allar þyrlur bæði gert loop og roll svo lengi sem haldið er jákvæðri þyngd (positive G).
En áhættan við að gera það á sumum þyrlum er óásættanleg nema á þyrlum með svokallað “Rigid” rótor system.
Þyrlur með rigid system eru t.d. BO-105, Lynx, Apache og margar fleiri.
Þyrlur eins og eldri útgáfur af Bell Cobra eru með semi-rigid system og er alveg hægt að loopa og rolla af vönum flugmönnum eins og ég hef séð margar myndir og videó af.
Aftur á móti veit ég ekki til að nein þyrla, nema módel þyrlur hafi verið hannaðar til að fljúga á hvolfi í lengri tíma enda enginn praktísk ástæða til að gera það.