Já þessi er baseuð í Thule. Hún á samt að fara í major overhaul í febrúar og verður þá máluð í AirGreenland livery, hræðileg svona blá á litinn en hún var leigð frá Maersk þar til nýlega að AirGreenland keypti hana.
Ég var að fljúga þarna með fornleifafræðinga og mannfræðinga frá Bandarískum háskóla þar sem þeir voru að fara á fornar slóðir landkönnuða. Náungi að nafni Macmurdo að mig minnir hafði bækistöðvar í Etah í um 2 ár í kringum aldamótin.
Eini staðurinn sem ég gat lent á þarna vegna hliðarhalla og hrunhættu úr fjallinu var í þessari gömlu tóft. Fornleifafræðingunum fannst það svolítið sniðugt og þeir gleymdu reyndar að mæla stærð tóftana en notuðu víst seinna myndir af þyrlunni til viðmiðunar til að sjá stærðina.