Neinei, hún var grounded einhvern tíma eftir slysið þar til búið var að komast að því hvað hafði skeð og gera úrbætur svo það gæti ekki skeð aftur. Síðan flaug hún í þónokkurn tíma eftir að hún varð lofthæf aftur.
Til gamans má geta þess að British airway´s hélt áfram flugi á sínum vélum daginn eftir slysið og í einhvern tíma þó að AirFrance hafi groundað sínum vélum.
Til upplýsinga þá var það sem gerðist í slysinu á Charles DeGaulle CDG flugvelli í París það að málmbútur hafði losnað af næstu vél í flugtaki á undan, þessi bútur lenti síðan í dekki Concorde þotunnar þegar hún hóf flugtaksbrun. Dekkið tættist síðan í sundur og gerði gat á eldsneytistanka sem ollu því að eldsneyti sem rann af vélinni brann, líklega vegna þess að notaðir eru eftirbrennarar í flugtaki!
Mig minnir að þeir hafi fengið tilkynningu um að kviknað væri í og að þá hafi verið slökkt á báðum hreyflum á þeim væng, hef heyrt getgátur um að hugsanlega hefði verið hægt að bjarga vélinni ef ekki hefði verið drepið á hreyflum, þar sem það var í rauninni ekki kviknað í vélinni sjálfri í upphafi flugsins! En það er alltaf hægt að vera vitur eftir á.. Tek aftur fram að þetta voru getgátur sem ég heyrði, hef ekki lesið slysaskýrsluna.