Sorry, smá copy/paste
Tekið af mbl.is
Íslandsflug í fraktflug fyrir Air France
Íslandsflug tók um helgina í notkun nýja breiðþotu af gerðinni Airbus 300-600R vegna fraktflugsverkefnis fyrir Air France. Er þetta stærsta vélin í flota félagsins til þessa og jafnframt önnur Airbus-vélin sem Íslandsflug er með, fyrir er Airbus 310-300 fraktvél.
Að sögn Ómars Benediktssonar, framkvæmdastjóra Íslandsflugs, er samningurinn við Air France sá stærsti sem félagið hefur gert. Hann vill þó ekki upplýsa um neinar fjárhæðir, þær liggi ekki endanlega fyrir í dag þar sem um opinn samning sé að ræða við franska flugfélagið.
Airbus-vélin fór á sunnudag í fyrsta fraktflugið frá París til höfuðborgar Burkina Faso í Vestur-Afríku, Ouagadougou. Líkt og í fyrri Airbus-vél Íslandsflugs er þessi með erlendri áhöfn en tæknistjóri Íslandsflugs, Ellert Eggertsson, tók við vélinni um helgina eftir skoðun í Þýskalandi og fylgdi henni til Parísar. Burðargeta vélarinnar er 47 tonn og fór hún fullhlaðin í fyrstu ferð sína. Hin Airbus-vél Íslandsflugs getur tekið 39 tonna frakt í hverri ferð.
Til nokkurra ára ef vel tekst til
Að sögn Ómars hefur Air France uppi áform um að halda úti fraktflugi í áætlun frá París til V-Afríku. Ef vel tekst til gæti samningurinn orðið til nokkurra ára, hið minnsta í eitt og hálft ár. Meðal áfangastaða verða höfuðborgir Malí, Mið-Afríkulýðveldisins, Níger, Chad og Kongó en Airbus-vélinni verður einnig flogið til Marokkó, Túnis og Egyptalands. Hún ber einkennisstafina TF-ELW og hefur verið máluð í litum Íslandsflugs og sett á hana nýtt vörumerki, Islandsflug Cargo.
Það er þá smá ljós í myrkrinu :)
<br><br>
Hvern svo í andskotanum langar svo að vera í undirskriftinni hjá JReykdal, hann hreinræktaður hálfviti.