Núna er ég 18 ára nemandi Fjölbrautarskólans við Ármúla að læra eitthvað sem ég get ekki séð mig starfa við í framtíðinni. Ég hef engan áhuga á því sem ég er að læra en ég hef mjög mikinn áhuga á flugi og að læra flug!
Ég er bara að senda þessa grein inn til að fá ráðleggingar hvernig maður byrjar í flugnáminu, er ekki mikilvægt að byrja að safna strax frekar en að læra þessi fög sem ég er að læra og skella mér á þetta!
En þá við hvern tala ég? Hvað kostar þetta nám nákvæmlega ( einkaflugmaður ) og hvað tekur þetta langan tíma? Og hver er svona æskilegur aldur til að byrja að læra þetta?
Er einhver sértakur skóli sem fólk mælir með eða einhver sem er ódýrari en allir hinir!
Svo, hvað kostar ein rella hérna á Íslandi, svona núna að koma með spurningu sem maður ætti að spyrja þegar maður hefur lokið við flugskólann en ég er aðeins að forvitnast, það væri nefnilega ekki leiðinlegt að eiga sína eigin rellu hérna á klakanum!