Það má eiginlega segja að kvak þjóni mjög miklum tilgangi í “real-world” flugi en eiginlega engum í FS.
T.d. eru allar einkavélar með sinn kvak-kóða sem flugumferðastjórarnir hafa svo í gagnagrunni hjá sér, þá sjá þeir rétt kallmerki á radarskjánum.
Í atvinnufluginu fá menn alltaf nýjan kóða fyrir hvert flug, það er víst eitthvað sístem á því sem er misjafnt fyrir hvert land fyrir sig. Stundum þarf flugumferðarstjóri að biðja vél um að skipta um kvak-kóða því að hann passar ekki fyrir það sístem sem er í gangi í viðkomandi ríki.
Ja í FS breytir þetta engu, ef maður er að nota ATC-ið í FS2002 þá segir controllerinn manni bara að kvaka það sem þegar stendur í glugganum fyrir. Ef maður er að fljúga á netinu via VATSIM (www.vatsim.net) þá þarf flugstjórnandinn í rauninni ekki að gefa neinn sérstaka kvak kóða frekar en hann vilji það, svo fremi sem það er ekki 1200,7500,7600 eða 7700. Þeir eru ekki með neinn svona gagnagrunn né sístem.