Flugfélagið Atlanta hefur orðið sér út um tvær Boeing 757 þotur. Þær bera skráningarnúmerin TF-ARD og TF-ARE. Báðar vélarnar eru framleiddar í lok ársins 1985. Þær voru áður í notkun hjá Air 2000 og þar á undan hjá Eastern Airlines.

Ég verð að segja eins og er að ég átti alls ekki von á því að Atlanta myndi bæta 757 vélum í flotann hjá sér. Þeir hafa kannski orðið súrir þegar að Flugleiðir leigðu 757 þotu til Aeromar, en það félag er einnig með 767 þotu frá Atlanta á leigu. :-)

Sjá einnig:

<A HREF="http://www.airliners.net/discussions/general_aviation/read.main/934013/">http://www.airliners.net/discussions/general_aviation/read.main/934013/</A>

<A HREF="http://www.atlanta.is/default.asp?iGroupId=5">http://www.atlanta.is/default.asp?iGroupId=5</A>


747