Nei, ég veit það ekki. Ég veit hinsvegar að þeir sem þurfa t.d. að komast til Brussel geta eytt heilum vinnudegi í það. Ég hef t.d. heyrt að utanríkisráðherran okkar hafi setið á prikinu með Íslandsflugi þangað niðureftir til að komast á fund í tíma. Hann þorir eflaust ekki að nýta sér þessa nýju þjónustu þar sem Jóhanna Sigurðardóttir myndi hakka hann í spað á þingi ef hann gerði það. Sbr. “misnotkunin” á TF-FMS
Þeir sem nýta sér svona þjónustu eru held ég ekki endilega að spá í verðið, heldur tíma. Hinsvegar ef að vélin er staðsett í Noregi að jafnaði, eins og mér sýnist á blaðagreinum, þá get ég ekki séð að tímasparnaðurinn sé mikill, þar sem vélin þarf að byrja á að fljúga í um 3 klst. eftir að skyndipöntun á sér stað.
Otri