Ég var að koma frá FMS og rak augun þar í gjaldskrá FMS. Og þegar ég fer að fletta í því þá sé ég að FMS er ennþá að rukka 14.000kr fyrir JAA skírteini, og ég spurði koninuna í afgreiðslunni hvort þetta hafi ekki verið dregið til baka vegna þess að það er ekki lagaheimild fyrir þessari gjaldtöku þá sagði hún að allir sem væru að borga fyrir skírteinin í dag væru að borga 14.000 kr.
En hvað með manninn sem fékk þennan mismun endurgreiddan, ég man ekki betur en að eftir að það kom í blöðin þá hafi FMS lagt áherslu á það fram að það yrði rukkað í framtíðinni um bara þessar 5.000 kr sem lagaheimildin hljóðar upp á.
Baráttu kveðjur…