Tekið af www.caa.is
“Ný kortabók fyrir flugmenn
Upplýsingadeild flugmála hjá Flugmálastjórn hefur gefið út kortabók með flugleiðsögukortum í A5 broti sem á að koma til móts við þarfir flugmanna. Kortabókin var unnin í samvinnu við yfirkennara stærstu flugskólanna og aðra flugmenn. Reynt hefur verið að hafa aðeins nauðsynlegustu upplýsingar í bókinni svo hún verði ekki of fyrirferðarmikil og nýtist sem best í litlu rými.
Til að fá bókina er nauðsynlegt að vera áskrifandi líkt og fyrir AIP bókina. Eigendur bókarinnar fá síðan sendar uppfærslur á kortum og fleiri upplýsingum þegar breytingar verða gerðar. Kortabókin er til sölu hjá Flugmálastjórn. Ný bók kostar 5.000 krónur innanlands en póstburðargjöld leggjast á bókina í erlendri áskrift.”
Tilvitnun lýkur.
Ég vil hvetja menn til að kaupa þessa bók, því ef við kaupum ekki þjónustuna (sjónflugskort, kortabók o.fl.) verður hún ekki til staðar síðar meir.