Hannes, þú segir: “þeir eru fyrst að byrja á þessu núna, það er engin reynsla komin á kennsluna. Þessvegna segi ég á móti; ekki fara í skóla hjá Geirfugli; með því tekuru áhættu, farðu frekar í flugskóla íslands og kauptu þekkta stærð; eitthvað sem reynsla er af.”
Í fyrsta lagi var Geirfugl fyrsta félagið til að fá JAR kennsluleyfi.
Í öðru lagi hefur Geirfugl haldið tvö námskeið svo það er ekki hægt að segja að þeir séu að byrja og að engin reynsla sé fyrir hendi. Reynslan byggir líka á því hverjir eru að kenna hjá viðkomandi skóla (vil þó taka það skýrt fram að ég vil á engan hátt gera lítið úr kennurum hjá öðrum skólum).
Í þriðja lagi tekurðu enga áhættu, hvorki fjárhagslega né aðra, því Geirfugl er fyrst og fremst rekið af áhuga félagsmanna þess, og þar af leiðandi leggja kennararnir sig fram við að gera sitt besta og það er vitað mál að nær allir nemendur Geirfugls hafa verið mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu og margir hafa svo strax gengið í félagið eftir námið.
Í fjórða lagi er reynslan sem komin er á aðra flugskóla ekki endilega góð, en hún þarf heldur ekki að vera slæm. Það virðist vera persónubundið frekar en eitthvað annað.
Ég er sammála eggertsae. Það er best að kynna sér málið vel og vandlega með opnum huga og velja svo það sem manni lýst best á. T.d. myndi ég skoða árangur af bóklegum námskeiðum, verð á flugtímum, fjármögnunarleiðir ef með þarf og ástand flugvélanna. Gangi þér annars vel Hannes, hvar sem þú endar. :-)