Ég var að heyra um eitt “kjaftæðið” enn hjá FMS.
Nú eiga allir að logga í þar til gerða JAR log-bók, kaupa hana hressir í bragði, henda gömlu bókinni, færa heildartímana í JAR skrudduna og brosa.
Ég ásamt mörgum öðrum tók FMS á orðinu fyrir löngu síðan þar sem sagt var að maður mætti klára gömlu bókina sína ef maður byrjaði á henni fyrir fyrsta júni og eftir þá bók þá þyrfti maður að notast við þessa ömurlegu JAR bók.
En nú er eitthvað annað uppi á teningnum, allt í einu er FMS (skýrteinadeild) búin að venda sínu kvæði í kross
og draga allt til baka.
Ég er ekki á þeim buxunum að kaupa nýju bókina m.v. fyrri orð FMS, ég keypti svaka stóra og fína Jeppesen log-bók á sínum tíma, í leðri og alles því hún átti að duga mér þar til ég væri kominn með 10.000 tíma.
Ég veit ekki hvort að ég sé einn um að væla þetta, en mér finnst það skítt að FMS segi eitt og maður fjárfestir eftir því, en svo allt í einu segir FMS: “bara djók, kauptu Jar, við vorum bara að bulla”.
Hvað er í gangi þarna, er fólkið ekki starfi sínu vaxið eða hvað ?