Það væri gaman að sjá þær sannanir sem þú hefur fyrir því að vélin hafi verið ofhlaðinn. Þar sem þú segir að það sé “100% pottþétt” hlýtur þú að hafa þær… Með því að segja að vélin hafi verið ofhlaðinn að þá ertu ekki að ásaka Jórvík um glæpsamlega vanrækslu, heldur flugmennina. Mér finnst einhvernveginn, satt best að segja, ótrúlegt að þeir hafi látið plata sig í það að fara með vélina “nokkur hundruð kíló yfir” MTOW í loftið. Þetta eru engvir fávitar! En ef satt er að þá getum við gert ráð fyrir því að Jórvíkurmenn loki búlunni þar sem FMS hefur verið að bíða eftir því að þeir klúðri einhverju illa svo þeir þurfi ekki að veita þeim framlenginu á flugrekstrarleyfinu þeirra og svo verður þá væntanlega tveimur flugmönnum færra um næstu stöður hjá Blue Bird…
En það er svo sem eitt gott sem þú bendir á í svari þínu. Þú segir að vélin myndi ekki halda hæð ef hún missti mótor… það er líkelga alveg rétt hjá þér og ástandið væri líklega enn verra ef vélinn væri ísilögð. Það hlýtur þá að vekja upp spurningar afhverju verið er að nota piston vélar, sem eru svo greinilega aflvana og viðkvæmar, í flug eins og til Grænlands, eða reyndar bara í farþegaflug yfir höfuð!? Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru mjög mikilvæg flug fyrir félag eins og Jórvík, en eru 11 líf ekki einhvers virði? Ég segi það fyrir mitt leiti að þá myndi ég nú seinnt samþykkja það að fara með piston vél í flug sem ég er að borga fyrir sem farþegi. Maður er svo sem að fljúga þessum vélum alla daga, en það er nú samt svoldið annað, maður flýgur vanalega í VMC og alls ekki yfir opnu hafi.
Kveðja,
deTrix