Rosaleg lýsing maður… :)
Það er rosalegt þegar veðrið er orðið það slæmt að stórar þotur eins og 757 eru að berjast við að lenda, því manni finnst þær vera nærri óhagganlegar.
Það var líka merkilegt að sjá þessar vélar taka af stað hér í Reykjavík. Ég stóð ca 25 metra frá braut, hún þyrlaði vatninu af brautinni í svona 20 metra hæð í brautar-rúlli svo kom það yfir mig, og það var eins og þoka í smá tíma.
Svo notði hún styttri braut en Fokker-inn,var búin að reisa sig við brautarmót, það var reyndar búið að henda af 100 farþegum og hún var með litla olíu í tönkunum, þannig að hún var létt.
Ég vil segja það hér að ég styð það að byggja flugvöll bæði fyrir innanlandsflugið og utanlandsflugið úti á skerjunum í Reykjavík. Það er dýrt!… en svo hentugt og samgöngubætandi, Þægilegt að geta farið beint úr utanlandsfluginu í Reykjavík það sem er bara 5 mínútur í miðbæinn. Ef menn eru að pæla að gera Ísland að betra miðjusvæði millii Evrópu og USA þá er þetta málið.. Flugþjónustan hjá Svenna er farináð ráða ekki við umferðina af einkaþotum og fl.
kv Turbulence