Ég var að lesa <a href="http://news.bbc.co.uk/1/hi/uk_politics/2171112.stm"> frétt á BBC</a>, þar sem verið er að tala um áhyggjur flugumferðastjóra af flugöryggi í háloftunum. Mér sýnist margt vera líkt með þessum athugasemdum NATS flugumferðastjóranna og kvörtunum þeirra íslensku, en alltaf eru þessar kvartanir/athugasemdir afgreiddar á sama hátt; þeir sem ráða og stjórna peningunum segja að þetta sé ekkert til þess að hafa áhyggjur af.
Ég hef ekki mikið vit á því hvað gerist hinumegin við radíóið, en ef mennirnir þar segja að það sé ekki allt í lagi, þá treysti ég þeim frekar en t.d. flugmálastjóra og vinum hans. Er það ekki rökrétt? Hvað er til ráða?
Kveðja,
deTrix