Alveg er þetta makalaust… “þið hljótið að vera að grínast”
“Ég á ekkert erindi til eyja eftir 2300” Já.. það er víst nóg um egóista í fluginu.
En hvað með Ísafjörð, Höfn í Hornafirði og nánast alla velli á landinu?
Það er gott Skyhawk að þú ferð snemma að sofa, en það er ekki þar með sagt að allir geri það. Sumir hafa gaman að því að njóta birtunnar á sumrin og fara í flug eftir kl: 2300. Persónulega finnst mér það skemmtilegasti tíminn til að fljúga, loftið stillt og sól og skuggar í sínu besta formi.
Málið er að það er einfaldasta mál í heimi að fljúga á flugvelli þó að þeir séu ekki stjórnaðir. Það er verið að reyna að koma í sumum tilfellum á “ofstjórnun” í öllu sem heitir flug á Íslandi. Ef við látum “valta” yfir okkur í þessu dæmi sem og öðrum þá endar með því Skyhawk minn að þú þarft ekki að fara að fljúga yfir höfuð.
Ég hef aldrei skilið af hverju völlurinn í eyjum þarf að vera stjórnaður, sennilega hefur það eitthvað með hreppapólitík að gera, en það eru erfiðari vellir óstjórnaðir og ég veit ekki betur en að umferðin þar gangi ágætlega (t.d. Ísafjörður), þar sem menn geta lent svo lengi sem sólin skín. Sama á að gera við BIVM að mínu mati.
Vandamál í Vestmannaeyjum sem ég sé fyrir mér:
1. Vind þarf að gefa upp. (Það eru til sjálfvirkar talvélar sem geta séð um það, þó svo að flugumferðarstjórar vilji eflaust ekki heyra á það minnst og vilja grafa hausinn í sandinn)
2. Hindranir. Einfalt að banna nætursjónflug á staðinn.
kveðja,
Otri