klukkan 21:43 að íslenskum tíma eða 23:43 á Þýskum tíma rákust tvær þotur á og skullu til jarðar. Þar áttu í hlut þota af gerðinni Túpolev gerð út af rússneska flug´félaginuBashkírían en hin af gerðinni Boeing 757 í eigu DHL world express. Túpolev-þotan var á leið frá Moskvu til Barcelona og segja embættismenn að með henni hafi verið 140-150 manns. Hafði hún viðkomu í München í Þýskalandi en fregnum ber ekki saman um hvort hún hafi einnig stoppað í Hvíta-Rússlandi eftir brottför frá Moskvu.
Boeing-þota DHL var á leið til Brussel í Belgíu frá Bahrain við Persaflóa en hafði millilent í Bergamo á norðurhluta Ítalíu.
Logandi brak féll til jarðar, og lenti hluti þotnanna á skóla, bóndabæ og öðrum húsum.
Nú spyr ég, voru þeir ekki í sambandi við flugstjórn eða hvað? Hvernig getur svona skeð yfir jafn þróuðu landi og Þýskalandi? Ætli að eitthvað hafi bilað í annari hvorri vélinni?