11. september var merkilegur dagur á margan hátt. Í kjölfar árásanna var bandarísk lofthelgi bókstaflega tæmd og gaf það veðurfræðingum þar í landi einstakt tækifæri til að kanna áhrif flugvéla á veðurfar. Útblástur þotuhreyflanna skilur ekki einungis eftir sig gróðurhúsalofttegundir heldur einnig ”con trails”, hvítu rákirnar sem gerðar eru úr ískristöllum, sem leysast gjarnan uppí cirrus ský. Þessi ský draga bæði úr geyslun sólarinnar til jarðarinnar og eins hindra varmatap frá jörðinni.
Ef litið er á Bandaríkin sem heild þá mældist munurinn á dægursveiflunni um 1,2° stærri en meðaltal síðustu 30 ára. Þetta þýðir meira varmatap frá jörðinni. Á þeim stöðum þar sem flugumferðin er að jafnaði mest var munurinn heilar 3°.
Veðurfræðingur hjá dönsku veðurstofunni DMI segir að flugumferð hafi greinilega einhver áhrif á veðurfar, en þessi gögn séu ónóg til að hægt sá að segja nokkuð nákvæmt um það.

Þýtt og stílfært úr Berlinske Tidende þriðjudaginn 25 jún.

Kveðja
Orninn