Sammála. Greinarnar á Flugheimi eru mjög góðar. Mæli líka með Flugkomudagatalinu þar, og loftfaraskráin er ómissandi.
Einnig er rétt að benda fólki á að kíkja á Geirfugl.is reglulega, við erum að vinna í því að setja meira af almennu flugefni þar inn.
Stutt yfirlit, hlutdrægt og eftir eigin höfði:
flugheimur.is - vandaðasti vefurinn, góðar greinar og myndir, loftfaraskrá, og góð atburðaskrá.
hugi.is/flug - eini staðurinn þar sem eru virkar umræður, yfirgripsmikið tenglasafn.
www.geirfugl.is - ómissandi fyrir Geirfugla, myndasafnið gott (og hér er ég verulega hlutdrægur). Góð flugvallaskrá
www.simnet.is/flugneminn - góðar flugvallarmyndir, teiknimyndirnar hans Skúla eru skemmtilegar, heldur lítið uppfært.
Aðrir vefir komast ekki ofarlega á blað hjá mér, aðallega vegna lítillar hreyfingar. Þó eru til skemmtilegir litilir vefir, eins og flugklúbbur mosó, norðlensku vefirnir eru í stórsókn og flugsíðan á góða spretti. islandia.is/aeroweb er með gott efni, en litla hreyfingu. Einnig eru nokkur eigendafélög með vefi, en fæstir þeirra eru nokkurn tímann uppfærðir. Flugmálafélagsvefurinn er eiginlega hvorki fugl né fiskur og FÍE vefurinn dauður.
Ég mæli með aukinni sérhæfingu, þannig að hver vefur einbeiti sér að því sem hann gerir best, í stað þess að menn séu að keppa um hver sé “besta flugsíðan á landinu”, og finna upp hjólið aftur og aftur án þess að gera nokkuð nýtt og skemmtilegt.
með kveðju,
Kristbjörn