Sælir flugáhugamenn


Ég kem hingað á huga reglulega til að sjá hvað er að gerast hjá okkur flugáhugamönnum, margt er gott en enn meira því miður að mínu mati slæmt. Þegar umræðan hér er farin að snúast í kringum rifrildi, ritskoðun og hreinar og klárar hótanir held ég það sé tími til að stoppa aðeins og skoða hvort væri bara ekki einfaldlega best að leggja þennan vef niður því þessar umræður eru engum til góðs hvað þá flugi á Íslandi sem er einsog allir vita ekki að gera neinar rósir eða finna einhverja lausn á málinu. Ég hefði einmitt haldið að þessi vettvangur væri kjörinn til að gera út um gróusögur sem stundum er enginn fótur fyrir sem lifa góðu lífi á rampnum eða að ræða það sem mætti fara betur, en ekki vera að ritskoða efni og leyfa okkur notendum huga að gera upp hug okkar hvað er vitleysa og hvað ekki við erum væntanlega það þroskaðir einstaklingar að hafa sjálfstæðan vilja.
Þetta er semsagt áskorun til stjórnenda að skoða þetta mál aðeins nánar, hvort þeir ákveða að draga sig í hlé og leyfa öðrum að spreyta sig eða laga þetta mál.
Má vera að þessi skoðun sé alröng en þá er vænti ég þess að fá svar við því, því þetta er einmitt vettvangurinn til að ræða málin eða hvað

Kveðja Jói