Já ég held að nú séu þessir reglugerða hönnuðir alveg að ganga af göflunum.
Í hvaða flokk ætli bensínleysi flokkist hjá flugöryggissviði FMS? Ég held að samgönguráðuneytið og ráðherra ættu að skammast sín rækilega ef þetta verður raunin. Þarna sýnist mér að verið sé að fara einhverja Krísuvíkur leið til að geta lokað þessum bensínafgreiðslustöðvum.
Eins og réttilega hefur verið bent á hér þá er mjög mikið um ferjuflug lítilla flugvéla um Íslenska flugupplýsingasvæðið. Mjög margar hafa viðkomu á Höfn, hvort sem þær eru á útleið eða á leið hingað.
Auðvitað ættu olíufélögin og samgönguyfirvöld að standa fyrir því að settir yrðu upp bensínsjálfsalar á þessum flugvöllum og helst sem flestum öðrum. Það eru fleiri en einkaflugmenn og ferjuflugmenn sem þurfa að fá sér bensínsopa út um allt land. Hingað til hefur verið flogið sjúkraflug á þessa staði og oftar en ekki á piston vélum sem nota, eins og við vitum, 100LL eldsneyti.
Mér þykir tvískinnungur stjórnvalda algjör í flugmálum, a.m.k. að því er varðar einkaflug. Ef þau vilja losna við einkaflug og þar af leiðandi kennsluflug þá ættu ráðherrarnir okkar einfaldlega að ráða byssumenn frá Ísrael til að standa niðrá velli og skjóta okkur niður með stóru haglabyssunum sínum.
Það er þó í það minnsta hreinskilni!!!
Kveðja,
Helico