copy/paste af www.geirfugl.is
Flugmálastjórn kallaði á sinn fund yfirkennara skólanna og formenn flugklúbba og annarra aðila sem standa að almannaflugi á Íslandi til að sýna þeim hugmynd að flugöryggisnámskeiði. Otto Tynes setti námskeiðið saman og var almenn ánægja með uppsetningu þess og efnisinnihald. Þó kom fram í máli manna að mikilvægt væri að það tengdist ekki gildi einkaflugmannsskírteinis, nema ef til vill á þann hátt eins og gamla upprifjunarnámskeiðið gerði, þ.e. að menn þyrftu að sitja þetta námskeið á 36 mánaða fresti. Annars er ekkert ákveðið í þeim efnum enn sem komið er. Einnig kom fram sú ósk að námskeiðið yrði haldið í samvinnu við skóla og klúbba að frumkvæði FMS og að það yrði endurgjaldslaust. Málið er í vinnslu og er ætlunin að byrja í júní ef allt gengur að óskum. Tilgangurinn er sá að fækka óhöppum og slysum sem eru of tíð. Vænta má að Flugklúbbur Mosfellsbæjar ríði á vaðið. Aukið flugöryggi er auðvitað jákvætt og vonandi að menn taki þessu vel.
Skráð af MAX 14.05.2002
gott mál