Flugvöllur í Vatnsmýrinni er ennþá inni í myndinni, en það eru sífellt fleiri sem finnst sú mynd ekki passa.
Við getum notað næstu 20 ár í það að berjast með kjafti og klóm fyrir veru flugvallarins þar sem hann er, en það kemur til með að verða erfið barátta. Hugsanlega gæti hún borið árangur, og við fáum þá áfram óbreytt ástand, með framkvæmdabanni og nýjum takmörkunum á hverjum degi (fljótt, hve oft hefur reglum um snertilendingar verið breytt síðustu tvö ár?)
Ég held að kröftum flugmanna og flugklúbba sé mun betur varið í að finna nýjan stað sem allir geta verið sáttir við og hefja uppbyggingu þar. Ég held t.d. að framtíð Flugskóla Íslands væri mun betur borgið í nýju húsnæði við nýjan völl á Álfsnesi heldur en í turnræksninu á BIRK þar sem ekkert má endurbæta og engu má breyta.
Með kveðju,
Kristbjörn