Hæ krakkar.

Ég sendi spurningu í tölvupósti til FMS, þar sem ég spurði út í þær aðstæður sem hefðu sannfært þá um það, að þeir gætu lokað á allt einkaflug útaf því að hryðjuverkamenn vilja funda í landinu.

Svarið sem ég fékk er hér fyrir neðan.

Það eina sem er farið í í svarinu er það, að þeir hafi lagalega heimild til að gera þetta. Enginn rökstuðningur fyrir þeirri fáránlegu paranoiu að gera þetta. Hvað finnst ykkur?

Vísað er til erindis yðar dags. 10. maí sl., þar sem settar eru fram
athugasemdir vegna fyrirhugaðra takmarkana á umferð um og í kringum
Reykjavíkurflugvöll, á meðan á utanríkisráðherrafundi
Atlantshafsbandalagsins stendur, 14. ? 15. þ.m.
     Samkvæmt 4. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998 með síðari breytingum,
getur samgönguráðherra, þegar brýna nauðsyn ber til svo sem vegna
almannaöryggis eða allsherjarreglu, takmarkað eða bannað loftferðir almennt
eða um hluta af íslensku yfirráðasvæði.  Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. sömu laga
er Flugmálastjórn heimilt að takmarka aðgang að flugvöllum og
flugvallarsvæðum, umferð um þau og dvöl loftfara á þeim, svo og banna
umgengni eða dvöl á slíkum svæðum ef hún telur það nauðsynlegt vegna
öryggis.  Lögreglu er heimilt, skv. 15. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, í því
skyni að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu, að taka í sínar hendur
umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af
eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott
eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða
starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks
af þeim. Borgaraleg skylda er að hlíta slíkum fyrirmælum en óhlýðnist maður
þeim getur lögreglu gripið til nauðsynlegra ráðstafana á hans kostnað til
að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða stofni almenningi í
hættu.
     Fyrrgreindar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar á grundvelli
ofangreindra lagafyrirmæla. Við ákvörðun um umfang þeirra hefur verið
leitast við að tryggja að þær verði almenningi og rekstraraðilum til eins
lítils tjóns og mögulegt er.

Samrit þessa rafbréfs verður sent í pósti.

Virðingarfyllst,
Ástríður S. Thorsteinsson