“Við sem erum með skoðanir á öllu” eru væntanlega ég og fleiri spekingar. Þessi lokun var tilkynnt á uppstigningardag, fimmtudag. Á fimmtudagskvöldið skrifaði ég heillanga grein (meira en 10 línur) og sendi inn á huga. Eitthvað eru menn lengi að samþykkja, því sú grein hefur ekki enn birst.
Ég fór hins vegar að vinna í þessu máli í gær, föstudag, sem var eini virki dagurinn sem við höfðum til að bregðast við þessum gjörningi. Eftir símtöl, samtöl og bréfaskriftir við samgönguráðuneyti, utanríkisráðuneyti, nokkra aðila innan flugmálastjórnar og einn lögfræðing er staðan þessi.
- Enginn vill kannast við að hafa tekið þessa ákvörðun. Samgönguráðuneyti bendir á samstarfsnefnd um fundinn, þar sem utanríkisráðuneyti ræður, utanríkisráðuneyti bendir á flugmálastjórn og fllugmálastjórn bendir á ráðuneytin.
- Þetta bann hvílir á mjög veikum lagastoðum. Samgönguráðherra er eini aðilinn sem má banna flug að hluta eða að öllu leyti, og það er óvíst að hann megi gera svona upp á milli flugrekstraraðila eftir því hvort þeir stunda leiguflug eða kennslu. Auk þessi var fulltrúi í samgönguráðuneyti handviss um að þetta bann væri ekki sett á grundvelli loftverðalaganna.
- Flugmálastjórn vissi af því að það væru ekki traustar lagaheimildir fyrir þessu, og vörðuðu ráðuneytin við því.
- Eina tilkynningin um þetta bann var birt á A-Notam formi, sem fæstir einkaflugmenn kynna sér. Það er ekki sjálfkrafa faxað á flugrekendur eins og C-notam. Eftir bréf frá mér til FMS var gefið út C-notam rétt fyrir fjögur á föstudag.
- NATÓ hafði farið fram á a vellinum væri lokað fyrir allri umferð á meðan á fundinum stendur. Flugrekendur fengu því framgengt að bannið nær bara yfir þá flugmenn sem kvarta minnst og eru vanastir að láta valta yfir sig.
Það sem upp úr stendur er að verið er að svipta okkur einkaflugmenn athafnafrelsi og flugkennara atvinnufrelsi til þess að helstu stríðsæsingamenn heimsins geti klappað hvorir öðrum á bakið og peppað sig upp í að ráðast á Írak án þess að eiga á hættu að cessna 152 krassi á Háskólabíó.
Þarna er nokkuð örugglega verið að taka kröfugerð frá erlendu hernaðarbandalagi fram yfir íslensk lög og réttindi Íslendinga. Það er því í rauninni búið að lýsa yfir stríðsástandi yfir öllu höfuðborgarsvæðinu og rúmlega það.
Ég er semsagt hundfúll, en get ekkert gert í stöðunni (nema að tuða á huga, en þar kemst greinin mín ekki inn).
Kristbjörn