Gomer:
Málið er samt það að þessar vélar eru að fara úr landi af því að menn hafa ekki efni á því að reka þær eins og þær eru reknar í dag. Því eru stærri sameignarfélög hentugri fyrir flesta.
Leiðinlegt að sjá á eftir þessum vélum, en ef það verður til þess að þetta fólk getur farið að fljúga meira og bóna minna þá er ég sáttur, “Betri er ein vél á lofti en tvær í skýlinu” (fékk þennan í páskaegginu mínu)
Geirfugl gerir mikið fyrir einkaflugið, gefur fullt af fólki möguleika á því að fljúga fyrir sanngjarnt verð.
>Geirfuglinn má vera fyrir þá sem eru að sækjast eftir ódýrum
>flugtímum en hafa ekki áhuga á öðrum hluta flugsins.
Mér sýnist nú Geirfugl snúast um meira en bara ódýra flugtíma, margt á þeirra heimasíðu bendir til þess (sjá www.geirfugl.is -> undir myndasafn). Eða hvaða “hluta flugsins” ertu eiginlega að tala um?
> … ráða engu hvaða flugvélar eru eða verða í kompaníinu
Þú ræður því rétt eins og í öðrum lýðræðislegum félögum, ef þú hefur einhverja skoðun þá reynir þú að koma henni á framfæri.
Annars er þessi “eignarárátta” íslendinga alveg stórmerkileg, allir verða að eiga allt “sjálfir”, bíla og íbúðir og flugvélar, en það er nú sennilega efni í nýjan þráð…
Kveðja
Eureka