Bóklegi einkaflugmaðurinn er bara 10 vikna kvöldnámskeið hjá flugskóla íslands. www.flugskoli.is svo er það bara undir þér komið hvað þú ert snöggur að safna þér upp í þessa 50 tíma sem þú þarft að útskrifast með. Einkaflugmaðurinn kostar á bilinu svona 1,4-1,8 milljónir hér heima. Fer eftir hvar þú tekur hann, hvernig vél þú flýgur og svoleiðis.
Bóklega atvinnuflugið er 8-9 mánuðir í fullum dagskóla. Hann kostar milljón. Þú færð ekki inngöngu, eða það er mælt með því að vera kominn með um 170 flugtíma í logbók áður en þú ferð í verklega atvinnuflugið svo það er undir þér komið hvað þú ert fljótur að safna þessum 120 tímum sem vantar upp á eftir einkaflugmannsprófið.
Getur skoðað heimasíðuna hjá Flugskóla Íslands www.flugskoli.is eða Keili, www.keilir.net.
Hafðu í huga að verðin sem skólarnir gefa upp er bara verðin sem námið kostar hjá þeim. Ofaná það þarftu svo að bæta við einhverjum 100þúsund köllum fyrir prófa- og skírteinagjöld hjá Flugmálastjórn Íslands.
Hvað varðar nám úti í USA þá veit ég ekkert um það. En ef þú ætlar að skoða það á netinu, hafðu þá í huga skóla sem kenna til JAA réttinda, sem eru réttindi sem þú þarft að hafa til að fljúga í evrópu. FAA réttindi eru réttindi sem gilda einungis innan Bandaríkjanna.