Ég er að tala um klúbba ekki eigendafélög í kringum eina vél, og eins og eg segi neðst þá tek ég ekki Þyt með því þeir eru sér á báti, og flott hjá þér að nefna Flugklúbb Íslands sem flottan klúbb þar sem þeir hafa ekki verið með flug hæfa vél síðan í september í fyrra.
Flugklúbbur Íslands og Flugklúbbur Flugskóla Íslands rukka báðir Block tíma og eru þeir með svipað verð á per/klst á C172 (160hp) og Geirfugl er með á Socata (200hp) og á Socata vélarnar er ekki rukkaður Tacho það er Hobbs.
Ég nefni DA-20 ódýrasta ekki klúbbin sjálfan, færð ekki á nokkrum öðrum stað flugtíma á 10þús.
Nei þú þarft að ganga í gegnum utanvallarnámskeið hjá klúbbnum til að mega lenda utanvallar, en ákveðnar vélar eru samt tryggðar fyrir utanvallarlendingar.
“A superior pilot uses superior judgement to avoid situations which might require the use of his/her superior skills”