Gömul auglýsing frá Icelandair:
ekið af work.icelandair.is
Icelandair áformar að ráða flugmenn til starfa á næstunni. Félagið
býður þeim sem hug hafa á þessum nýju stöðum og uppfylla tilgreind skilyrði
að senda inn umsóknir til félagsins. Vegna fyrirsjáanlegrar árstíðarsveiflu
í umsvifum Icelandair er gert er ráð fyrir að nýir flugmenn hefji störf
næsta vor og starfi til hausts.
Umsækjendur skulu hafa gilt atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsáritun
fyrir tveggja hreyfla flugvél, hafa lokið bóklegu námi til réttinda
atvinnuflugmanns I. flokks og hafa lokið námskeiði í áhafnarsamstarfi (MCC).
Atvinnuflugmannsskírteini umsækjenda skal gefið út af Flugmálastjórn
Íslands, eða gefið út í öðru aðildarríki Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA) í
samræmi við kröfur þeirrar stofnunar. Lágmarksreynsla er 500 fartímar og/eða tegundarréttindi á fjölstjórnarflugvél (MPA). Að lágmarki 100 fartíma reynslu sem flugstjóri er krafist.
Umsækjendur skulu hafa lokið fullgildu stúdentsprófi eða öðru námi sem félagið metur sambærilegt.
Umsækjendur þurfa að geta gengist undir inntökupróf á næstu vikum.
Umsóknum þurfa að fylgja eftirfarandi gögn sem viðhengi í rafrænu formi:
Afrit af flugmannsskírteini ásamt áritunum og heilbrigðisvottorði
Afrit af prófskírteinum ásamt einkunnum fyrir allt bóklegt flugnám
Afrit af stúdentsskírteini eða öðrum sambærilegum prófskírteinum ásamt
einkunnum
Afrit af síðustu 100 fartímum í flugdagbók
Nýtt sakavottorð
Fylla þarf út á umsóknareyðublaði sundurliðun flugtíma sem hér segir:
Heildarfartími
Fartími sem kennari
Fartími í blindflugi
Fartími sem flugstjóri
Fartími á fjölhreyfla flugvél
Fartími á fjölstjórnarflugvél (MPA)
Fartími á þotu
Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Icelandair www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 31. október. Nauðsynlegt er að netfang umsækjanda komi fram á umsóknareyðublaði.
Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.