Hæ hæ og gleðilega hátíð.
Góð spurning hjá þér. Reyndar er þetta ein algengasta spurning sem þyrluflugmenn fá.
Sumir halda að spaðarnir hreinlega stoppi ef mótorinn stoppar en það gerist sem betur fer ekki. Aðrir halda að þyrlan falli eins og steinn en tilfellið er að þyrlur hafa ágætis glide ratio. Það er líklega eitthvað mismunandi eftir tegundum en gott er að miða við að þú hefur svifferil með c.a. 45° horn frá þyrlunni ef henni er flogið á besta svifhraða með réttan skurð á aðarþyrilblöðum (Main Rotor).
Mig langar að benda ykkur á góða bók sem er fríkeypis á netinu og heitir Rotorcraft Flying handbook
http://www.faa.gov/library/manuals/aircraft/media/faa-h-8083-21.pdfSkráin er c.a. 17Mb.
Þetta er kennslubók fyrir þyrluflugmenn og er gefin út af FAA í USA. Í henni er útskýrt hvernig á að stjórna þyrlum, svona í grunninn að minnsta kosti.
Þið getið kíkt á þessa síðu til að skoða flugæfingar í þyrluflugnámi:
http://www.pilotoutlook.com/pilot_training/helicopter_flyingReyndur Bandarískur flugkennari er með þessa síðu og byggði upplýsingarnar á henni a Rotorcraft Flying Handbook.
Svo eru einhverjar upplýsingar um flugnámið að finna á þessari síðu:
www.icecan.orgÞið komist fljótlega að því hver er með þá síðu, ég þekki hann vel :-)
Passið ykkur á rakettunum um áramótin!
Helico