Flokksáritun á einshreyfils einstjórnar flugvélar með bulluhreyfli er í gildi í tvö ár. Það þarf færnipróf hjá prófdómara til endurnýjunar ef áritunin er fallin úr gildi. Ef áritunin er í gildi þarf hæfnipróf til framlengingar ef flugmaðurinn uppfyllir ekki fartímakröfur á seinna ári gildistímans þ.e. 12 fartíma, 6 sem flugstjóri og 12 flugtök og 12 lendingar og fer í stað hæfniprófs í einnar klst. æfingaflug með flugkennara, á seinna ári gildistímans. Sjá F-kafla í Reglugerð nr. 401/2008 sem er um skírteini flugmanna á flugvél.
Get ekki betur skilið en að ef maður flýgur 12 tíma á seinni hluta gildistímans, og taki 12 flugtök og 12 lendingar, þá þurfi maður ekkert flug með kennara
En svo ef maður nær ekki þessum 12 tímum og 12 lendingum og 12 flugtökum og SEP er ekki dotinn úr gildi þá geti maður farið í 1 klukkustundar flug með kennara.
Og ef hún er dottinn úr gildi fer maður í hæfnispróf með prófdómara
Eða er ég bara bulla ?