Á DA-20 er verðið c.a. 10þús á tímann í Geirfugli og 8700 kr mánuðurinn, ef þú ert í klúbbnum annars er það c.a. 18þus.
Þannig þú sérð það svart á hvítu að ef þú ferð yfir 12 tíma á ári þá spararðu helling hvern tíma sem þú ferð yfir það á ári ;)
Hef heyrt menn kvarta hvað allt sé dýrt hjá Geirfugli en það er verið að borga af miklu fleiri vélum, aðrir flugklúbbar hafa 1 til 2 vélar held að mest sé 3 í klúbb eins og er, fyrir utan Þyt þar sem flestir eru +40 ára gamlir menn ;), Geirfugl hefur 8 vélar.
Ég er sjálfur í Geirfugli og kostirnir eru t.d. það eru 8 flugvélar þannig aðgengi að vélum er mjög gott, öll aðstaða er mjög góð, flugvélar eru alltaf geymdar inni, þú færð alltaf SMS hvenær þú átt bókað flug (dagin áður og 30mín fyrir flug) Geirfugl er eini flugklúbburinn fyrir utan Þyt sem á stélhjólsvél, ég hef sjálfur flogið henni rúma 20 tíma og hún er ein skemmtilegasta vél sem ég hef flogið mætti að vísu vera aðeins kraftmeiri.
Ef þú hefur fleiri spurningar þá bara láta vaða ;)
“A superior pilot uses superior judgement to avoid situations which might require the use of his/her superior skills”