Sælir,
Ég er að spá í að fara í flugnám í sumar og hef hingað til einungis verið að spá í FÍ. Síðan fór ég að skoða síðuna hjá Keili og tók eftir því að flugvélarnar þeirra virðast vera mun nýrri. T.d. er Keilir að nota Diamond DA20 vél sem hefur verið framleidd síðan 92 á meðan framleiðslu Cessna 152 sem FÍ notar var hætt árið 1985. Þannig að það mætti ætla að vélarnar hjá Keili séu frekar nýlegar á meðan vélarnar hjá FÍ séu amk. 25 ára gamlar.
Hvað finnst ykkur spekúlöntum um þetta? Er ég algjör “sucker” að spá í þessu svona?