Hvaða leið farið þið í sjónflugi frá RVK til AEY, í hvaða hæð og hvað tekur það ca. langan tíma?
Svo ein kjánaspurning, þegar maður fer yfir 3000´ á maður að kalla á flugstjórn, en samt sem áður eru menn á landsbylgjunni í t.d. 8000´. Gefur flugstjórn s.s. heimild að skipta aftur yfir á landsbylgju? málið er að eftir að ég fékk einkaflugmannsskírteinið hef ég aldrei þurft að fljúga yfir 3000´ og það er svo langt síðan ég gerði það í kennslutíma.