Ég er að skreppa til Noregs eftir 2 vikur og fann flugklúbb í Bergen (bærinn sem ég verð í) sem hægt er að leigja t.d. 172sp.
Ég fékk einkaflugmannsskírteinið fyrir uþb 3 mánuðum og hef flogið nokkur flug síðan. Get ég leigt mér vél þarna úti og flogið, ef svo er, hvað þarf maður að skoða vel (auðvitað flugvöllinn, tíðnir, svæði osfr, eitthvað fleira?) áður en haldið er í smá “skemmtiflug”. Er þetta kannski ekki sniðugt því ég hef ekki mjög mikla reynslu?????
Öll svör vel þegin :)