Sælir,

ég er í einkaflugmanninum eins og er og stefnan er sett á atvinnuflugmanninn og koma sér út til að vinna við þetta. Ég hef verið að skoða ferilinn í að verða atvinnuflugmaður og ég er ekki viss um að ég sé með þetta á hreinu og væri frábært að fá svör frá ykkur sem vita þetta.

Ég s.s. byrja á PPl, þegar því er lokið þá byrja ég í bóklega atvinnuflugmanninum, svo koma þessir 25 tímar í verklega með atvinnuflugmanninum, svo er það blindflugið (55 klst er það ekki?) og svo MCC.

Það sem ég er að velta fyrir mér er t.d. blindflugið, er einhver krafa um að taka það á einshreyfilsvél og svo á fjölhreyflavél ? Eða er annað þeirra nóg ?

Til að fá útgefið atvinnuflugmannsskírteini var einhvern tímann krafa um ákveðinn tímafjölda í flugi, er það enn í gildi og hversu margir tímar eru það ?

Kveðja,
Atli