Í guðanabænum ekki bulla svona ef þú ert ekki með hlutina á hreinu.
Reglurnar eru þannig að þú þarft lágmark 45 tíma til að geta tekið PPL verklega prófið. Þegar það er búið geturu byrjað strax á ATPL bóklega kúrsnum.
Þegar þú hefur lokið bóklega ATPL þá þarftu að standa með 150TT (Total time) og að mig minnir 100 af þeim þurfa að vera PIC(Pilot in command).
Því næst ferðu í CPL/ME sem eru einhverjir 13 tímar í CPL minnir mig og lágmark einhverjir 7-10 fyrir Multi ratingu.
Blindflugið er síðan lágmark 45 tímar, er oftast sett upp sem 45-55 tímar. Það fer að hluta til fram í flugvél og síðan er meirihlutinn oftast framkvæmdur í FNPTII flughermi. Hlutfall milli flughermis og flugvélar í IR er hinsvegar mjög mismunandi eftir skólum. Sem dæmi er kennir Oxford blindflug bara á Multi og í FNTPII, 20h í vél 35 í hermi.
Ég held að FÍ kenni sitt blindflug í single annars veit ég það ekki. Það eru engar reglur um hvernig vél IR er framkvæmt í, svo lengi sem hún er IR rated. Það eru einhverjar reglur um hvað það má framkvæma mikinn hluta af tímunum í hermi, veit hinsvegar ekki hlutfallið.
Þetta er algengasta leiðin til að gera þetta, hinsvegar má taka IR á PPL og held ég með færri tíma en 150… hef ekki kynnt mér það, þar sem að PPL-ATPL-CPL-ME-IR-MCC er algengasta leiðin til að gera þetta.
MCC er síðan 20 tímar.
Annars er bara að tala við skólana og fá svör við spurningum sem þú hefur því enginn getur svarað þér betur en þeir.
Vonandi að þetta hjálpi, ekki taka öllu sem þú lest hérna sem heilögum sannleika, ekki hjá öðrum og ekki hjá mér þar sem að ég gæti farið með rangt mál einhversstaðar. Talaðu við skólana þeir geta gefið þér uppl. hvernig þeir framkvæma þetta. Einnig er hægt að lesa reglurnar á CAA heimasíðunni held ég.