Það er ekki nokkur spurning að þú átt að taka einkaflugmanninn til að þú getir hjálpað pabba þínum að liðka cessnuna. Skrýtið að þú þurfir að spyrja eftir að hafa setið í með pabba þínum.
Svo er það mun erfiðari spurning hvort þú átt að fara út í atvinnuflugið. Það verður þú aðeiga við sjálfan þig, alveg eins og þú þarft ákveða hvort þú ferð í lögfræði, guðfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða nokkuð annað nám. Hvað viltu gera ? Ef flugmannsstarfið er það sem þig langar til að leggja fyrir þig, þá skaltu taka atvinnuflugmanninn, og gera allt sem þú getur til að koma þér í vinnu (sem er ekki auðvelt í dag,en staðan breytist hratt, og ferðalög eru alltaf að aukast).
Byrjaðu alla veganna á einkaflugmannsprófinu, kláraðu menntaskólann, safnaðu tímum, og reyndu að komast að því hvað þú villt verða. Það er alls ekki gefið að allir þeir sem hafa gaman af flugi vilji verða atvinnuflugmenn.
Og alls ekki gera lítið úr einkafluginu. Einhvern tímann heyrði ég að munurinn á að fljúga Cessnu í einkaflugi og 747 í áætlunarflugi væri eins og munurinn á að keyra sportbíl og járnbrautarlest. skemmtileg samlíking, þó ég viti ekki hve nákvæm hún er.
Kristbjörn