Þann 3. september verða liðin 90 ár frá því er Cecil Faber hóf Avro 504K vél sína á loft úr túnfleti í Vatnsmýri (þaðan sem enn er mikið flogið, þökk sé breska hernámsliðinu í Seinni heimsstyrjöld), og hóf þar með flugsöguna hér á landi.

Ég var að velta fyrir mér hvort ekki væri eitthvað planað í tilefninu? En ekki síður, hvort menn séu eitthvað farnir að huga að aldarafmælinu eftir áratug?

Þá þyrfti nú aldeilis að gera eitthvað virkilega “grand”! Kannski fá Rauðu örvarnar eða svipaða flugsveit til að vera með sýningu - og/eða tala við Commemorative Air Force um að koma með og sýna okkur nokkra gamla jálka, ekki síst einhverja sem tengjast íslenskri flugsögu.

Einhverjar fleiri hugmyndir…? Það eru nú bara 10 ár til stefnu ;)
_______________________