Hæðarmælirinn eins og nafnið gefur til kynna mælir hæð vélarinar miðað við sjávarmál, og er það “Static”-gatið (sem er staðsett einhverstaðar á vélina, það skiptir svo sem ekki máli hvort gatið er staðsett á nef eða á stél vélarinnar) sem sér um að hleypa inn útiþrýsting til hæðarmælana.
Í þessu tilfelli (á myndinni) getur flugmaðurinn ekki notað hæðarmælinn til að áætla hæð vélarinar miðað við flugbraut (jú jú, hann gæti alveg gert það, en það þurfti að gera nokkrar útreikninga til að finna “True Hight” yfir braut.)
I staðinn fyrir að gera það er til annað tæki í flugvélum sem kallast “Radio Altimeter” og það mælir hæð vélar miðað við jörðu. Það notar “radió bylgjur” til að áætla hæðinn yfir jörðu. “Radio Altimeter” er einungis nóthæfur 2500 fet og neðar.