Mörg ykkar halda örugglega að ég sé að fara að spyrja að því hvað þetta kosti eða hvað þetta tekur langan tíma eða eitthvað af því, en málið er að ég veit allt um það og er búinn að kynna mér þetta mjög náið.
Þannig er að ég er án efa að fara að læra einkaflugmanninn eftir áramót, hvort sem það verður hér heima í FÍ eða hjá Wycombe aircentre í Englandi (www.wycombeaircentre.co.uk).
Það sem ég er að athuga er hvort að einhverhér hafi tekið einkaflugmanninn hér heima MEÐ fullri vinnu? Bóklega námskeiðið er náttúrulega kvöldskóli, en er mikil heimavinna í þessu eða er ekkert mál að vera í fullri vinnu með þessu?
Væri til í að fá skýr svör frá útlærðum einkaflugmönnum eða einhverjum sem hafa eitthvað vit á þessu.
Takk fyrir.