Kæru flugmenn og áhugamenn um flug.

Ég sé að Keilir er að auglýsa flugnám í fjarnámi sem á að hefjast 6. júní. Ég mun búa út á landi í sumar en í bænum næsta vetur. Ég var því að velta fyrir mér að taka bóklega hlutann hjá Keili í fjarnámi í sumar og fara svo í verklega hlutann í haust þegar ég kem í bæinn. Er eitthvað sem mælir á móti því? Þ.e.a.s., er á einhvern hátt slæmt að taka bókalega hlutann einan og sér og fara svo í verklegt þegar bóklega hlutanum er lokið? Einnig, er eitthvað sem mælir gegn því að ég taki bóklega hlutann hjá Keili í sumar og fari svo á verklegt nám annars staðar, t.d. hjá Geirfugli?

Kveðja!