Ég flaug frá Reykjavík í Fs2004 til Akureyrar. Flugið var IFR. Ég stikaði leiðin BIRK-EL(NBD)-REKVA-ASKUR-BOTN(NBD)og þaðan til Akureyrar.
Þegar ég var að nálgast ASKUR þá segir flugstjórn mér að beygja til vinstri og ég fer í átt að NONNI og framhjá honum. Þeir láta mig svo beygja í austur og ég kem ofan í Eyjafjörðinn talsvert norðan við Hjalteyri og beygj svo til Akureyrar.
Er ekki hægt að forðast það að maður sé tekinn út af kúrsinum svo snemma og látinn krúsa um einvher svæði sem ekki eru einu sinni flugleið? Í stað þess að fara bara leiðina sem ég hafði stikað og taka svo snúning í Eyjafirðinum. Þarna lengdist flugtími hjá mér um heilan helling.
Annað. Þegar mér var sagt að lækka flugið um 6000 fet þá var eins og flugstjórn vildi að ég gerði það bara á nokkrum sekúndum. Var alltaf að ítreka þetta við mig þó ég væri að lækka um 800fet/min. Er hægt að breyta þessu eitthvað eða á bara að hunsa þetta og halda sig við eðlilega lækkun?