Allar upplýsingar um íslenskar flugvélar eru í loftfaraskránni á Flugheimi, www.flugheimur.is
TF-ICE hjá Geirfugli er árgerð 1975, flugvélar FÍ eru flestar 1978-80 og Suðurflug 1978. Skipperinn (TF-FFC) hjá Flugsýn er 1979. Ég veit ekki hvað Helgi er með í gangi í dag, en hann átti einhvern tímann nokkrar Cessna 152 af árgerð 1978-80.
Semsagt, þá eru nær allar kennsluvélar á Íslandi 22-27 ára, fyrir utan cherokee vélar Flugsýnar sem eru 33-38 ára. Hins vegar eru þessar vélar í mjög mismunandi ástandi. TF-ICE er til dæmis með nýrri innréttingu, vél og skrúfu. Flugvélar FÍ eru flestar frekar sjúskaðar, sem og cherokee-arnir hjá Flugsýn. TF-FFC hjá Flugsýn virðist líta nokkuð vel út.
Það er löngu kominn tími á að skipta þessum flota út, en það er ekki fyrr en núna á allra síðustu árum sem raunhæfar kennsluvélar eru aftur að byrja að sjást. Með góðum rekstri hlýtur að vera hægt að yngja upp án þess að tímaverðið hækki upp úr öllu valdi.
Kristbjörn