Inntökuskilyrði í Flugskóla Íslands er 16 ára, veit ekki hvort það er árið eða afmælisdagurinn.
Ef þú myndir fara í Fjöltækniskólann á flugbrautina þá tekur það þig að ég held 4 ár að klára bóklega hlutann með stúdentsprófi og þú byrjar ekki að læra neitt um flug fyrsta/fyrstu árin. Þannig að þá gætirðu verið kominn með einkaflugið tvítugur ef allt fer að óskum (gæti haft rangt fyrir mér um lengdina á náminu).
Ef þú myndir taka þetta í sitthvoru lagi þá gætirðu byrjað í einkafluginu strax og þú ert orðinn 16 ára með skóla. Þetta er kvöldskóli sem tekur 12 vikur og er alla virka daga frá 18:30 - 22:00. (
http://www.tskoli.is/flugskoli-islands/namsleidir/einkaflugmadur/ )
Ég byrjaði í einkafluginu með skóla þegar ég var 17 ára (féll reyndar í menntaskólanum en náði fluginu með góðri meðaleinkunn ;) ) og kláraði einkaflugið um 6 mánuðum seinna.
Þú getur byrjað strax að fljúga þó þú sért ekki byrjaður á bóklega, en frá eigin reynslu (og annarra) þá er best að reyna að taka verklega hlutann fljótt, þ.e.a.s. ekki láta of mikinn tíma líða milli flugtíma, annars þarftu alltaf að vera að rifja upp og flugtíminn er ekki ódýr…
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað, annars skaltu bara spyrja.
Bætt við 19. febrúar 2009 - 02:54 Ég fór á náttúrufræðibraut í menntaskóla og útskrifaðist þá með nánast allar einingar sem ég þurfti fyrir flugið.