Ég átti hlut í vél, sem reyndist vel og ég fór til USA, sem reyndist líka vel.
Spurningin er hvernig vél þú kaupir. Ég mæli með C-150 af eigin reynslu. Það sem gildir í tímasöfnun er að vera á eins ódýrari og hægfleygri vél og þú getur. Landið er ekki stórt og þú vilt ekki vera of fljótur að skoða það. C-150 kom út á 3500-4000 kall tíminn fyrir mig. Því meira sem þú flýgur þeim ódýrari verður tíminn. Ef þú flýgur ekkert þarftu eftir sem áður að borga fastakostnað: skýli, tryggingar o.s.frv.
Hvað USA varðar þá er margt til að hugsa um eins og þessir ágætu herrar hafa nú þegar bent á. Þegar ég fór út var ég í 4ra manna hópi sem reyndist vel. Við gistum saman í íbúð og keyptum okkur bíl saman því vegalengdir þarna úti eru allt aðrar en hérna heima og maður fer nánast ekkert fótgangandi. Við seldum svo bílinn á sama verði og við keyptum hann. Nú svo þarf að pæla í skv. minni reynslu:
Landssvæði:
Flórída - Heitt og rakt loftslag, oftar en ekki þrumuveður
Californía - Heitt og þurrt loftslag, sjaldan ský en smog yfir stærstu borgum. Veður breytist minna.
Kanada - Ísing
Sjálfur var ég í Califorínu og líkaði mjög vel. Félagi minn var í Kanada, ég gæti fengið upplýsingar hjá honum um skóla þar ef þú vilt.
Gisting:
Því fleiri saman því betra. Hversu langt frá skóla, matvöruverslun og öðrum nauðsynjum er gistingin (ef þú ætlar ekki að fá þér bíl). Sumir skólar bjóða upp á keyrslu en þú þarft að jafnaði að bíða 1/2 til 1 klst. eftir bílnum.
Skóli:
Hvernig vélar er skólinn með? Í hvaða ástandi eru þær. Best er ef þú þekkir einhvern sem getur vitnað til um skólann. Þýðir lítið að treysta internetinu eða bæklingum. Hvað þarftu að borga fyrir vélar, flugkennara, safetypilot? Hvað geturðu verið lengi með eina vél í einu, þ.e. til yfirlandsflugs?
Þetta er svona helsta. Það er áreiðanlega margt sem ég er að gleyma þannig að ef þú hefur einhverjar spurningar þá geturðu póstað á mig á kiddi757@hotmail.com