Fisflug er svosem áhugavert en langaði samt í aðeins meira. Og einkaflugmaðurinn er of dýrt miðað við hvað maður er að pæla.
Sport pilot leyfið er bara fullkomið fyrir svona gemlinga eins og mig. Viðráðanlegt verð og skemtilegar flugvélar. Auðvitað mjög strangar reglur um hvar þú mátt fljúga en hægt að bæta við réttindum seinna á borð við að nota flugvelli.
Varla hægt að kalla það að half assa. Bara minna leyfi. Það þurfa ekkert allir einkaflugmann.
Þarf ekkert próf fyrir 1.5 milljónir sem leyfir mér að fljúga flugvélum sem ég hef aldrei efni á. Sama ástæða og er fyrir því að ég tók ekki meirapróf til að keyra Yaris.
Ég vona að þú hafir verið að djóka með þetta yaris dæmi.Mér er alveg sama hvað þú gerir,gerðu það sem þér langar til að gera.Ég sagði bara að ég myndi aldrei gera þetta,ef að ég væri þú þá myndi ég frekar safna pening og taka einkaflugmanninn,reyndar myndu flest allir gera það.
Var nú ekki að djóka. Meina bara afhverju að fá sér meira en maður þarf. Sport Pilot virðist kosta um 20% af einkaflugmanni. Og gefur þér leyfi til að fljúga því sem maður hefur efni á anyway.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..