Afhverju flug?
Mig langar bara til þess að spyrja ykkur,hvað heillar ykkur svona mikið í sambandi við flugið? Það sem heillar mig mest er það að það var rosalega fínt að vera flugstjóri/flugmaður í gamla daga (er það reyndar en) og mér hefur alltaf fundist gaman að fá smá athygli.Olíulykt og svoleiðis lykt sem að er inni í rellunum heillar mig líka mjög mikið.Ég smitaðist líka rosalega af flugi vegna þess að flest allir í fjölskyldunni minni tengjast fluginu á einhvern hátt.Næstum allir sem að ég þekki á mínum aldri ætla að vera lögfræðingar,læknar og svo framvegis bara vegna þess að launin eru svo góð.Ég valdi flug vegna þess að ég elska að fljúga,og allt sem að tengist flugi.Ég myndi fara í flugnám og verða að flugstjóra hvort sem að launin væru góð eða ekki.