Sælir hugarar.

Þegar þið sáuð fyrirskrift þessarar greinar datt ykkur sem lásuð hér eldri greinar að nú væri verið að fara að rífast um FÍ. Nei nei, nú er öldin önnur og hef ég hætt afskiptum mínum um hvernig FÍ kemur fram við sína nemendur. Ástæða þess að ég skrifa þetta er sú að þann 18 des 2001 fékk ég bréf frá forsvarsmanni FÍ. Ég hef ekki beðið hann leifi til að ræða um innihald bréfsins en ég vona að hann verði ekki fúll þó ég vitni í það. “Við hjá Flugskóla Íslands hörmum þessa umræðu sem farið hefur fram áHuga.is. Við viljum að sjálfsögðu heyra álit allra sem eiga viðskipti viðokkur og þá sérstaklega það sem miður fer. En þau þungu orð sem þú undirnafninu Sikorsky hefur látið falla í garð Flugskóla Íslands og starfsmannahans er farið að valda okkur miklum áhyggjum. Við teljum það ekki þjónahagsmunum okkar að svara í eigin nafni á þessari vefsíðu, en höfum hinsvegar sett okkur í samband við ritstjórn hennar varðandi það mál.Þetta eru mál sem við myndum gjarnan vilja skoða með þér og fara yfir.Vinsamlegast settu þig í samband við okkur og við getum náð e-h lendingu íþessu máli.Flugskóli Íslands mun hinsvegar ekki sitja þegjandi undir þessum ávirðingumtil lengdar og munum leita réttar okkar ef ástæða þykir til.Við viljum að sjálfsögðu stuðla að skemmtilegri og líflegri umræðu umflugmál, en í skrifum þínum ertu farinn langt út fyrir þann ramma, og ertfarinn að valda okkur tjóni”. OK OK ég veit vel að ég hef verið harðorður í garð FÍ og hefði kannski ekki átt að rita það sem ég ritaði. En mér finnst að persónulega lákúrulegt að láta þetta á sig finna. Ég spyr, ef hugi.is vill vera frjáls vettvangur skoðana einstaklingsins , afhverju er þá verið að klippa á málfrelsið? Ég ætla ekki að vera að lengja mál mitt frekar og læt nú af öllum gagnrýnum á Fí framar á þessum vefmiðli www.hugi.is . Mér finnst það sorglegt að svona sé staðið að málum og skerða rétt einstaklings til að stundum réttláta gagnrýni og lýsa skoðunum sínum.

Kveðja

Sikorsky